Meðlimaskráning

Nú styttist í að endurnýjun meðlimaskráningar gangi í garð. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig, styrkja félagið og vera með í ævintýrinu.

Fyrir 1000 kr. Færðu eintak af rafbókinni sem í ár er Ástarsögur.

Fyrir 2000 kr. Færðu prentað eintak af Ástarsögum sem og rafbókina.

Vertu með í ævintýrinu
*
*
*
*

Dramatískt útgáfuteiti

Tekið af Pressan.is

Þá er komið að því að flauta til útgáfuteitis. Enn eitt árið liðið og enn ein bókin lítur dagsins ljós.

Þann 8.7.2017 verður haldið útgáfuteiti í Eymundsson á Laugavegi 77 frá klukkan 17:00 – 19:00.

Við viljum því biðja alla sem að á kettlingi geta haldið að mæta og fagna með okkur nýjasta smásagnasafni okkar DRAMA.

 

Smásögur verða félagasamtök

Það er komið að tímamótum hjá Smásögum þar sem nýtt félag er að fæðast og verður skráð sem félagasamtök á næstu dögum. Ástæða fyrir breytingunni eru umsvif félagsins og nú er ljóst að nýjar smásagna bækur munu líta dagsins ljós á hverju ári. Nýir höfundar munu fæðast hjá félaginu og láta ljós sitt skína og kveikja upp í sinni frægðarsól ef þeim sýnist svo.
Það að gefa út smásagnabækur á hverju ári gerist ekki að sjálfu sér og er ekki gefins. Því hefur félagið ákveðið að innheimta ársgjöld fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu. Ársgjaldið verður svo notað til að greiða niður kostnað sem hlýst af auglýsingum og utanumhaldi á heimasíðu félagsins og annars kostnaðar sem til fellur.

Nú erum við í þann mund að fara að kjósa um þema sem við munum skrifa árið 2018.

Hlutskörpustu þemun eru nú Ástarsögur/rómantík og vísindaskáldskapur.

Innan skamms mun birtast könnun þar sem þeir sem vilja taka þátt í verkefninu geta kosið um það þema sem þeir vilja skrifa um.

Vertu með.

Við hlökkum til að sjá þig.

Hvaða kynningarmyndband þykir þér betra?

Það er fullt að gerast hjá okkur í Smásögum. Við erum að fara að gefa út nýjasta smásagnasafnið okkar DRAMA og svo erum við að fara af stað að kjósa um nýtt þema fyrir 2018. Til að koma orðinu á sporið þá höfum við útbúið tvö kynningarmyndbönd sem við getum ekki valið á milli. Það væri því þökk í því ef þú gætir aðstoðað okkur með að velja það myndband sem höfðar meira til þín.

Hvaða kynningarmyndband þykir þér betra

Myndböndin eru hér að neðan.

Myndband 1.

Myndband 2.

Smasogur.com útgáfa fagnar sínu fimmta útgáfuári 12. desember!
Að því tilefni gefum við rafbækur alla vikuna frá 12. til og með 18. Desember.
Allir þeir sem commentera á póstinn og deila honum fá annað hvort Jólasögur 2015 eða 13 krimma í pósti. Sendið okkur línu og segið okkur hvora bókina þið viljið og hvert á að senda hana og þið fáið rafbók.
Með afmælis- og jólakveðju
Smasogur.com útgáfa

Okkur vantar þína aðstoð

szavazasVið hjá smásögum leitum nú að nýju nafni á smásagnabók okkar sem kemur út á næsta ári. Þemað þetta skiptið er drama og vantar okkur aðstoð við að finna besta nafnið á bókina.

Hér til hliðar má sjá kosning um nafnið og værum við þakklát ef þú gæfir þér tíma til að kjósa það nafn sem þér litist best á að sjá í bókabúðum eftir áramót.

Könnuninni lýkur 4. nóvember og verða úrslitin kynnt hér á síðunni.

 

Verðlaunaleikur

Verðlaunaleikur Smásagna

verdlaunaleikurÍ tilefni af því að 13. Krimmar er komin út sem rafbók ætlum við að gefa bækur.

Allir þeir sem setja læk á Facebook síðu okkar smasogur.com útgáfa eru með í leiknum. Við drögum þann 15. Október.

Ekki gleyma að deila.

 

  1. Verðlaun

          Auk allar bókanna á myndinni gefum við gjafakort á Delí Bankastræti 14.

 

  1. Verðlaun

         Allar bækurnar á myndinni

 

  1. Verðlaun

          Við drögum út 13. Vinningsahafa sem hljóta rafbókina 13. Krimmar

 

Kaupa bók

13 Krimmar uppseldir

SORRY-SOLD-OUT13 Krimmar hafa slegið rækilega í gegn og eru greinilega að skemmta fólki í sumarfríinu. Fyrsta prentun er uppseld hjá útgefanda. Auka prentun verður tilbúin í næstu viku.