Skuggamyndir

Skuggamyndir

Smásögur 2014
Í bókinni má finna sextán óhugnalegar smásögur eftir ellefu höfunda. Bókin er gefin út af Óðinsauga, og fæst hjá flestum bóksölum.

Höfundarnir eru:
Auður A.Hafsteinsdóttir, Einar Leif, Elísabet Kjerúlf, Fjalar Sigurðarson, Hákon Gunnarsson, Hildur Enóla, Jóhanna K. Atladóttir, Jón Páll Björnsson, Júlíus Valsson, Róbert Marvin, og Sirrý Sig.

Hér hér má sjá bókasýnishorn þar sem skyggnast má í bæði máli og myndum inn í hverja sögu fyrir sig.SkuggamyndirBokasynishornSHLitil

Hér fyrir neðan svara nokkrir höfundanna nokkrum spurningum um sögurnar sínar.

SkuggamyndirAudur

Auður A. Hafsteinsdóttir

Einn daginn þegar hún átti lausa stund sogaðist hún að tölvunni og byrjaði að skrifa smásögu. Síðar fór boltinn að rúlla og sótti hún ritlistarnámskeið í endurmenntun Hí. Leiðbeinandi var Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur og nú dósent meistaranáms ritlistar við HÍ. Auður hefur fengið töluvert birt opinberlega, bæði í kiljum og tímaritum, bæði sögur og ýmsar greinar. Einnig hefur hún gert sjö bókagagnrýnir á Rithringur.is. Hennar saga heitir Sýnir.

Sýnir

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Þetta er hryllingssaga. Fjallar hún um mannshvarf fjölskyldumanns, sem á eiginkonu og eina dóttur. Allt virðist eðlilegt á yfirborðinu en þó ólgar hryllingurinn undir niðri.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Hún lítur eðlileg út gagnvart öllum utanaðkomandi en rétt eðli hennar kemur fram í sambandi þeirra mæðgna.

Hver er kjarninn í sögunni þinni?
Hann er nú kannski bara einfaldur: Ekki er allt sem sýnist.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Auðvitað hrylling, þar sem hún er skrifuð sem slík.

Hvað er framundan hjá sögupersónunum þínum?
Ég hafði endirinn dálítið opinn en gaf í skin, hvað gæti gerst næst. En ég vil að sjálfsögðu ekki ljóstra því upp.

Skuggamyndiureinarleif

Einar Leif Nielsen

Einar Leif er fæddur í Reykjavík og uppalinn í vesturbænum. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 2000 og útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004. Eftir það lá leiðin til Danmerkur í framhaldsnám en þar lauk hann M.Sc. prófi í hagnýtri stærðfræði árið 2006. Síðan þá hefur Einar starfað á Íslandi og lengst í fjármálatengdum störfum. Í dag er hann í meistaranámi í ritlist við Háskóla Íslands.

Fyrsta skáldsaga Einars, Hvítir múrar borgarinnar, kom út snemma árs 2013 og var gefin út af útgáfunni Rúnatý. Árið 2013 tók hann þátt í smásagnasamkeppni, sem var haldin í tilefni af 10 ára afmæli Rithringsins, og fékk verðlaun fyrir 2-3 sæti. Hann var með eina sögu í smásagnasafni Rithringsins Þetta er síðasti dagur lífs míns, sem gefið var út seinni hluta 2013. Sú saga, sem heitir Ævistarfið, var þýdd á þýsku og gefin í út í tengslum við Norræna menningarhátíð vorið 2014. Saga hans Aldur var gefin út í Tímariti máls menningar haustið 2014. Hann stefnir á frekari útgáfu í framtíðinni og mun halda áfram að skrifa íslenskar furðusögur. Einar er með eina sögu í smásagnasafni Rithringsins Skuggamyndir, sem heitir Hungrið.

Meira um Einar á samnefndri heimasíðu: einarleif.is og aðdáenda síðu á facebook,

Hungrið

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Mann sem verður fyrir undarlegri árás sem mun ófyrirsjáanlegar afleiðingar.

Hvað varstu lengi að skrifa söguna?
Um það bil viku að klára fyrsta uppkastið en fékk heilmikið af góðum ábendingum frá meðhöfundum. Sagan hefur líklega ekki verið fullkláruð fyrr en 5 mánuðum eftir fyrstu skil.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Ég lagði af stað með takmarkið að vekja óhug hjá lesandanum, nú er bara spurning hvort það hafi tekist.
Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði? Söguþráður er yfirleitt meira drífandi í mínum sögum en persónur eru auðvitað mjög mikilvægar líka.

Hvað gerir þína sögu ólíka öðrum hryllingssögum?
Ábyggilega er hægt að finna einhverjar erlendar hliðstæður við þessa sögu en mín von er að hún sé einstök á meðal íslenskra hrollvekja.

Hvað er framundan hjá sögupersónunum þínum?
Í sögunni er í raun bara ein aðalsögupersóna en framundan hjá henni er ótrúlega hræðilegt líf.

Hvernig datt þér þessi saga í hug?
Sagan er að hluta til byggð á draumi sem ég fékk.

Skuggamyndirelisabet-216x300
Elísabet Kjerúlf

Elísabet Kjerúlf er tannfræðingur og starfar við tannvernd ásamt því að reka veitingastað í Reykjavík. Hún á sögur í fyrri Rithringsbókum og hefur fengið birt efni í blöðum og netmiðlum. Elísabet hefur sótt námskeið í ritsmíðum hjá Háskóla Íslands. Hún er hér með sögurnar Illska og Allt verður hljótt.

Hér fyrir neðan svarar hún nokkrum spurningum um söguna Illska.

Illska

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Um vont fólk sem brýtur gegn þeim sem minna mega sín.

Hvernig datt þér þessi saga í hug?
Ég hef ekki áður skrifað hryllingssögu og Þegar hugmyndavinnan fór í gang gekk mér ekki sérlega vel og fyrstu hugmyndir voru frekar óspennandi. Ég setti því þemað í vinnslu í undirmeðvitundinni og nokkru síðar kom hugmynd upp á yfirborðið, óvænt án þess að nokkuð hefði gerst í umhverfinu sem ýtti undir hana. Mér hryllti við viðfangsefninu og hugsaði með mér: Nei, ég skrif ekki um þetta! En næsta morgun og næstu daga þar á eftir var söguefnið alltaf það fyrsta sem kom upp í huga minn. Það fór ekki milli mála að sagan vildi komast á blað sama hvað ég spyrnti við fótum. Eftir að ég komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti hugsanlega skrifað söguna án þess að leita mér heimilda ákvað ég að láta slag standa og byrjaði á fyrsta hluta hennar. Ég hafði enga sögugrind, vissi fátt um hvaða persónur kæmu við sögu, bara einhverja óljósa tilfinningu hvernig framvindan átti að vera. Vinnuferlið var líka eftir því fyrstu dagana, endalaus endurskrif. Söguefnið var mér ógeðfellt og margan morguninn þegar ég vaknaði var ég staðráðinn í að kveikja á tölvuna og ýta á delete en svo varð ekki. Það var fyrst mörgum dögum síðar þegar ég var að púla í ræktinni og með hugann við allt annað að endir sögunnar birtist. Ég flýtti mér heim og skrifaði hann á tíu mínútum. Stuttu síðar kom millikaflinn og skrifaðist á örskotsstundu.
Eftir þetta var ég sátt og allur óhugur hvar frá mér. Ég skrifaði ekki þessa sögu ,hún skrifaði sig sjálf. Ég var bara verkfæri.

Hver er kjarninn í sögunni þinni?
Kjarninn í sögunni er illska. Mannleg illska í sinni verstu birtingarmynd.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Ég vil að sagan sitji eftir í lesandanum, slái hann óhug og geri hann meðvitaðan um þær hættur sem geta steðjað að börnunum okkar.

Hvað er framundan hjá sögupersónunum þínum?
Eldri sögupersónan veður vonandi til friðs, samt aldrei að vita nema hún haldi áfram að hrella fólk í vesturbæ í Reykjavík. Ég hvet fólk alla vega til að fara varlega eftir að skyggja tekur.
Það hefur teygs úr yngri sögupersónunni og það gæti verið áhugavert að kafa inn í sálarlíf hennar og vita hvernig henni reiðir af.

Skuggamyndirfjalar_og_ylfa

Fjalar Sigurðsson

Fjalar Sigurðarson er geðgóður og glaðlyndur verkfræðingur sem finnst gaman að búa til ný orð og raða þeim saman í setningar. Tónlist og bókmenntir hafa verið stór hluti af hans lífi og liggur áhugi hans mest í vísinda- og furðusögum. Fjalar er með sögu í Smásögum í annað skipti, saga hans að þessu sinni heitir Aldir og hefst í kirkjugarði.

Aldir

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Um hefnd og gamlar sálir sem eiga sér langa sögu.

Hvað varstu lengi að skrifa söguna?
Ég var dálitla stund að skrifa hana því hún var fyrst skrifuð sem lokaverkefni í námskeiði í ritlist í Háskólanum. Eftir að hafa skilað henni sem lokaverkefni þá fann ég samt ástæðu til að endurskrifa hluta af henni. Því var hún að velkjast hjá mér í smá tíma. Þetta tók örugglega um tvo mánuði að klára hana milli annara verkefna. Hún er líka lengsta saga bókarinnar.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Sagan er í raun dramatísk framar öðru og með henni þá langaði mig að skilja eftir nýja tilfinningu, nýja sín, fyrir eftirlífinu og því sem gæti gerst þar.

Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði?
Sagan er drifin áfram af persónum sögunnar, án efa.

Hvað gerir þína sögu ólíka öðrum hryllingssögum?
Það er kannski helst það að hún er ekki svo hryllilega, meira dulúðleg en aðallega dramatísk.

Hvernig datt þér þessi saga í hug?
Sagan kom í kjölfar á ritlistarnámskeiðinu þar sem Njála var meðal annars til umræðu. Sagan er ákveðið óbeint framhald fyrir persónur úr Njálu.
SkuggamyndirHakon

Hákon Gunnarsson

Hákon Gunnarsson hefur frá unga aldri lesið sér bæði til óbóta og heilsubótar, en samt er „Ógleymanleg bók“ aðeins önnur smásagan sem hann fær birta opinberlega. Áður hafði hann átt smásögu í Smásögur 2013: Þetta var síðasti dagur lífs míns. Hann hefur líka átt nokkrar greinar og þýðingar sem birst í bókum og blöðum, aðallega kvikmyndatengdar.

ps. Hann neitar því að hafa verið fyrirmynd aðalpersónunnar í Ógleymanleg bók þrátt fyrir að eiga sama áhugamál.

Ógleymanleg bók

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Mann sem kaupir bók sem talar full beint til hans.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Hann er rólegur bókamaður sem les of mikið, eyðir miklum peningum í bækur, en hefur mjög jarðbundna afstöðu til lífsins og þess sem kemur fyrir hann.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Ég er ekki að reyna að hræða neinn með þessari litlu „draugasögu“ minni, bara skemmta þeim sem nenna að lesa hana, svo ég býst við að tilfinningin sem ég vonast til að skilja eftir með henni sé ánægja.

Hvað gerir þína sögu ólíka öðrum hryllingssögum?
Ætli ég verði ekki að segja að það sé skortur á hryllingi, en ég bæti vonandi upp fyrir það með smá húmor.

Hvað er framundan hjá sögupersónunum þínum?
Einhvern veginn grunar mig að þessi sögupersóna muni halda áfram að lifa sínu lífi nákvæmlega á sama hátt og áður en hún lenti í þessu hremmingum sínum.

SkuggamyndirHildur

Hildur Enóla

Hildur Enóla hefur gaman af því að skrifa skringilegar sögur og hún vonar að þú hafir gaman af því að lesa innlegg hennar til rithringsbókarinnar í ár. Það er sagan:

Innan frá

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Aðalsöguhetjuna grunar að hann hafi smitast af dularfullum sjúkdómi.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Venjulegur maður sem reynir að gera sitt besta í verulega óþægilegum aðstæðum

Hver er kjarninn í sögunni þinni?
Sjúklingurinn veit betur en læknirinn.

Hvað varstu lengi að skrifa söguna?
Ég man það ekki, en það tók ekki langan tíma.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
ógleði.

Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði?
Ætli hún sé ekki drifin áfram af sögupersónunni. Hann tekur allavega ákvarðanirnar. Sjúkdómurinn hefur samt sinn gang hvað sem hann gerir.

Hvað gerir þína sögu ólíka öðrum hryllingssögum?
Ég held þetta sé nokkuð venjuleg hryllingssaga. Einhver benti mér á að hér hefði ég notað mjög hversdagslegt efni og spunnið úr því góðan hrylling. Ætli það sé ekki bara ágætis lýsing.

Hvað er framundan hjá sögupersónunum þínum?
Góð spurning, og ef til vill efni í aðra sögu. Ég þarf að hugsa málið.

Hvernig datt þér þessi saga í hug?
Þetta er sjálfstætt framhald af sögunni Gráa húsið úr fyrstu rithringsbókinni. Mig langaði að vita hvað yrði um Tómas.

Annað sem þú vilt koma á framfæri
Þetta árlega smásagnasafn okkar, hjá Rithringur.is er opinn vettvangur fyrir öll skúffuskáld að gefa út sögurnar sínar. Ef þú ert skúffuskáld með útgáfu draum, þá endilega komdu og vertu með. Þú ert velkomin/n.

SkuggamyndirJonPall

Jón Páll Björnsson

Jón Páll Björnsson er búsettur í Kópavogi ásamat konu sinni og tveimur dætrum. Hann er auk þess sagnfræðingur og starfar hjá Borgarsögusafninu. Hann hefur verið meðlimur Rithringsins frá því síðla árs 2012. Jón Páll er með þrjár sögur í þessari bók.

Draugurinn

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Hægt er að svindla, svíkja og græða út yfir gröf og dauða.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Svikull, lyginn, óáreiðanlegur, sjálfsöruggur, smeðjulegur, gráðugur og útsjónarsamur.

Hvað varstu lengi að skrifa söguna?
Nokkra klukkutíma.

Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði?
Sögupersónunni.

Hvað gerir þína sögu ólíka öðrum hryllingssögum?
Þetta er eiginlega gamansaga og afar ólíklegt að hún valdi óhug.

Fyrir norðan Ísland

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Menn komnir á ystu nöf grípa til örþrifaráða.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Lífsglaður ungur sjómaður sem verður fórnarlamb grimmilegra örlaga.

Hver er kjarninn í sögunni þinni?
Við vissar aðstæður gera menn ótrúlegustu hluti til þess að komast af.

Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði?
Söguþræði.

Hvað gerir þína sögu ólíka öðrum hryllingssögum?
Hún byggir á sannsögulegum atburðum.

Hvernig datt þér þessi saga í hug?
Ég rakst á frétt í gömlu blaði.

Það var kalt

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Fornleifafræðingar finna miklu meira en þeir gátu gert sér vonir um.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Staðföst og ábyggileg kona, fornleifafræðingur með áratuga reynslu.

Hver er kjarninn í sögunni þinni?
Illskan getur lifað áfram þó að umgjörð hennar deyji.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Óhug og kulda.

Hvað er framundan hjá sögupersónunum þínum?
Myrkur,frost, dauði.

SkuggamyndirRobertMarvin
Róbert Marvin Gíslason

Róbert Marvin er kvæntur fjögurra barna faðir. Hann er menntaður tölvunarfræðingur og vinnur sem forritari hjá Jeppesen sem er dótturfyrirtæki Boeing í Gautaborg. Róbert hefur skrifað frá árinu 1996 og fengið sögur sínar birtar í tímaritum eins og Mannlífi og vann hann Gaddakylfuna 2013 sem Vikan stóð fyrir.

Hans fyrsta bók mun líta dagsins ljós vorið 2015. En Róbert er með tvær sögur í Rithringsbókinni.
Smásögur Skuggamyndir 2014, þær heita Limbó og Ekta Gervi.

Limbó

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Hvað gerist þegar maður deyr.

Hver er kjarninn í sögunni þinni?
Fáum við að velja hvar við fæðumst?

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Spurningu og forvitni um hvað gerist þegar maður deyr.

Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði?
Söguþræði.

Ekta gervi

Mig dreymdi þessa sögu.
Ekta Gervi
Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Kona sem reynir að viðhalda ytri fegurð sinni.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Áráttugjörn og siðlaus.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Hrylling.

Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði?
Sögupersónu.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Bönnuð innan 16 ára.
SkuggamyndirSirry

Sirrý Sig.

Sirrý Sig. lærði prentsmíði í Tækniskólanum. Hún er félagi í Rithöfundasambandi Íslands og á þrjár útgefnar barnabækur og nokkrar smásögur, þar á meðal verðlaunasögu. Sirrý Sig. hefur skrifað og gefið út tvö smásagnasöfn í samstarfi við Hildi Enólu en saman standa þær að sjálfsútgáfu sinni, Nostri publication. Sagan hennar heitir NHU31.

Nhu31

Í tíu orðum eða minna, um hvað er sagan þín?
Gurra æfir sig að spá en sagan tekur óvænta stefnu.

Hvernig myndir þú lýsa aðalsögupersónunni þinni?
Sögupersónan er ung og langar að standa á eiginfótum.

Hver er kjarninn í sögunni þinni?
Maður ætti ekki að fikta við eitthvað sem maður þekkir ekki.

Hvaða tilfinningu viltu skilja eftir hjá lesendunum?
Trega og hroll sem eftir verður tekið.

Er sagan drifin áfram af sögupersónum eða söguþræði?
Sagan er drifin áfram af söguþræði.