SMÁSÖGUR

ÆVINTÝRI LÍKAST

Þetta var síðasti dagur lífs míns

Rithringurinn kynnir með stolti bókina Smásögur 2013: Þetta var síðasti dagur lífs míns.

í þessari bók er að finna 20 smásögur eftir 18 meðlimi Rithringur.is. Hugtakið „samvinna“ var haft að leiðarljósi við vinnslu bókarinnar og hver höfundur lagði sitthvað til málanna til að betrumbæta sögur hinna. Ekki nóg með það, heldur byrja allar sögurnar á sömu setningunni: „Þetta var síðasti dagur lífs míns.“ Höfundar þessa smásagnasafns kafa ofan í þessa tilfinningu og er útkoman stundum hádramtísk og á köflum sprenghlægileg.

Það er von okkar að þú lesandi góður njótir lestursins og að sögurnar fái þig til að vökna um augun, veltast um af hlátri og finna fyrir spennu og ótta á víxl.