SMÁSÖGUR

ÆVINTÝRI LÍKAST

Ástarsögur

Ástarsögur 2018 er sjöunda bókin sem Smásögur gefa út. Í bókinni eru þrettán sögur eftir ellefu höfunda.

Sögurnar eru mjög fjölbreyttar allt frá því að vera hefðbundnar eins og rauðu ástarsögurnar til þess að geta tilheyrt hryllings- og fantasíugeiranum.

Hér fyrir neðan er listi yfir höfundana og valdar setningar úr sögum þeirra.

Auður A. Hafsteinsdóttir

Fyllt í tómið
Hann var myndarlegur og vissi það sjálfur.

Arný Stella Gunnarsdóttir

Rósalín í pylsuvagningum
Nú var hún ekki bara búin að ofkæla manninn og taka af honum öll fötin heldur var hún búin að svíða göt á fötin hans í þokkabót!

Elísabet Kjerúlf

Yfirvinna
Hún horfði neðar. Bláar gallabuxur spenntar yfir stælta lærvöðva og stinnan rass, hann var bara fjandi vel vaxinn niður um sig og fengi líka níu þar.

Einar Leif Nielsen

Umvafið hjarta
„Stundum vildi ég óska þess að ég mætti borða svona krakka.“

Hákon Gunnarsson

Ranga beygjan
Ég er að bíða eftir rétta tækifærinu, augnablikinu þegar orðin koma náttúrulega út, flæða án erfiðis og hlátur hennar virðist benda til þess að það augnablik sé aðeins nokkur skref í burtu.

Hildur Enóla

Draumavefarinn
„Ást, þetta er ást,“ hvísluðu hneturnar.

Herra Anton-ástarsaga
Fólk er greinilega eins og bangsar, því finnst gott að vera faðmað, elskað og kysst.

Hrund Guðmundsdóttir

Leið 3
Hjartað sló hraðar. Samt var þetta bara bíllinn hans.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir

Áreksturinn
Hún horfði á hann eitthvað svo furðulega með þessum fallegu tindrandi grænu augum.

Jóhanna K.Atladóttir

Ráðskona óskast
Hún fann að hjartslátturinn jókst við hverja hringingu og lófarnir urðu þvalir.

Róbert Marvin

Traust
Rödd hennar smaug inn í mig og kreisti á mér magann. Ég snéri mér við og leit á konuna sem ég hafði verið að forðast.

Einhver til að elska
Ég varð að finna einhverja aðra til að elska

Rósa Grímsdóttir

Ástin er blind
„Ég get farið fram… þó ég sjái ekkert,“ segir Sæmi leiður eins og það sé stóra vandamálið, en ekki það að ég sé fara að strippa í svefnherbergi yfirmanns míns.