SMÁSÖGUR

ÆVINTÝRI LÍKAST

Reglur

Reglur Smásagna Til að auðvelda starfið í komandi bókum þá hefur verið ákveðið að útbúa lista af reglum til að miða við svo allir séu á sömu blaðsíðu varðandi starfið. Reglurnar eru miðaðar við reynslu á útgáfu á fyrri bókum og miðast að því að fókusa á hluti sem hafa virkað og að gera útgáfustarfið eins afkastamikið og mögulegt er.

Reglur Smásagna 14-09-2015
Uppfært 17-08-2021

 1. Hópstjóri er kosinn í hvert sinn sem verkefni á vegum Smásagna er sett í gang og er settur á meðan verkefnið stendur.
 2. Miðað er við 1. febrúar ár hvert á endanlegum lokum á rýni.
 3. Miðað er við að prófarkarlestur taki ekki lengri tíma en tvær vikur fyrir hverja innsenda sögu.
 4. Miðað er við að bókin komi út 1. apríl ár hvert.
 5. Útgáfuhóf verður haldið við útgáfu hverrar bókar.
 6. Allar innsendar sögur verða að vera innan þemans. Hópstjóri ákveður hvort saga er innan þema eða ekki.
 7. Allar innsendar sögur verða að vera keyrðar í gegnum villuleitar forrit áður en þær eru sendar inn til rýni.
 8. Allir í hópnum verða að þátt í hópstarfinu.
  Meðlimir verða að rýna að lágmarki skv. skema sem hópstjóri setur upp. Þeir sem ætla að taka þátt verða að vera virkir á þeim samfélagsmiðlum og vefsíðum sem starfið fer fram á. Að öðrum kosti er litið svo á að viðkomandi hafi ekki áhuga á að vera með í starfinu.
 9. Þátttökugjald er ákveðið árlega á aðalfundi. Núverandi þátttökugjald er 3.000 kr.
 10. Sá kostnaður sem fellur til vegna útgáfunnar skiptist jafnt á milli meðlima og er greitt við upphaf þegar skilafrestur sagna rennur út og ljóst er hversu margir munu taka þátt í starfinu. Miðað er við kostnað vegna prentunar ársins á undan og honum deilt jafnt á milli meðlima.
  10.1 Meðlimir sjá sjálfir um að greiða völdum prófarkarlesara fyrir sína þjónustu þar sem gjaldið er mismunandi eftir lengd sagna.
  10.2 Þátttökugjald skulu allir þeir greiða sem taka þátt í starfinu það árið. Ef viðkomandi hefur ekki greitt þátttökugjaldið, þá hefur hann fyrirgert rétti sínum til þátttöku. Þeir sem greiða ekki eða geta ekki staðið undir kostnaði vegna útgáfunnar detta út ef viðkomandi hefur ekki sinnt greiðsluskyldu eftir tvær áminningar.
  10.3 Greiðslufrestur er veittur þar til sögur eru sendar til umbrots.
  10.4 Kostnaður vegna póstsendinga, útgáfuteitis og auglýsinga skal vera fjármagnaður af greiddu styrktar og þátttökugjaldi.
  10.5 Prentkostnaður er innheimtur þegar prentsmiðja hefur verið valin og gjald við prentun er þekkt. Gjaldið skiptist jafnt niður á höfunda.
 11. Staðfestingargjald að upphæð 13.000 kr. skal greiðast þegar saga er send inn til rýni. Upphæðin er áætlaður helmingur af kostnaði við umbrot og prentun bókarinnar. Restin verður innheimt þegar heildarkostnaður er þekktur.
 12. Höfundar fá 10 eintök af bókinni eftir prentun hennar, sem þeir geta ráðstafað af vild.
  12.1 Ef höfundur vill fá fleiri en 10 eintök, þá skal hann taka það fram áður en tilboð er fengið frá prentsmiðju. Hann borgar þá hlutfallslega meira ein aðrir höfundar.
 13. Prófarkarlesari er ákveðinn af hópstjóra og meðlimir verða að nota ákveðinn prófarkarlesara.
 14. Ákvarðanir varðandi forsíðu, bókakápu og annað svo sem fjáröflun og dreifingu er kosið um í lýðræðislegri kosningu.
  15.1 Ef ágreiningur kemur upp í kosningu varðandi ofangreind atriði í lið 8. þá hefur hópstjóri úrslitavald varðandi ákvörðun um upptalin atriði í lið 8.
 15. Allur ágreiningur varðandi gerð eða útgáfu bókar verður leystur af hópstjóra og hefur hann úrslitavald varðandi allan ágreining sem upp kemur varðandi útgáfu bókarinnar.
 16. Meðlim í útgáfunni er heimilt á hverjum tíma að segja sig úr útgáfunni. Þátttöku, styrkir og önnur greidd gjöld vegna útgjalda eru ekki endurgreidd.
 17. Hópstjóri sér um að halda utan um bókhald og hópmeðlimir leggja þá fjárhæð sem þörf er á hverju sinni inn á reikning sem hópstjóri gefur upp.
 18. Aldurstakmark til þátttöku er 18 ár.
 19. Meðlimir verða að vera fjárraða og hafa greitt þátttökugjaldið.
 20. Meðlimir verða að hafa lesið og samþykkt reglur félagsins til að taka þátt.
 21. Upphæð styrks er ákveðin árlega á aðalfundi. Er nú 1.000 kr.
 22. Aðalfundur er haldinn 10. janúar ár hvert.